Lausar lóðir til úthlutunar

apríl 16, 2021
Featured image for “Lausar lóðir til úthlutunar”

Borgarbyggð auglýsir lausar lóðir til úthlutunar í sveitarfélaginu.

Um er að ræða einbýlishúsalóðir við Mávaklett nr. 10, Stöðulsholt nr. 37 – 40 og Stekkjarholt nr. 1 og 4.
Lóðirnar eru staðsettar í Borgarnesi.

Lóðunum verður úthlutað á fundi byggðarráðs í byrjun maí. Berist fleiri en ein umsókn um hverja lóð verður dregið á milli umsækjenda
að viðstöddum fulltrúa sýslumanns.

Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda úthlutunarreglur Borgarbyggðar frá árinu 2019. Umsóknareyðublöð, lóðarblöð, gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, borgarbyggd.is.

Umsóknarfresturinn er til og með 5. maí 2021.

Einnig eru eftirfarandi lóðir lausar til umsóknar í sveitarfélaginu, sem áður hafa verið auglýstar:

Í Borgarnesi

  • Einbýlishúsalóðir við Fjóluklett nr. 8, 10, og 15.
  • Parhúsalóð við Fjóluklett nr. 9-11.
  • Atvinnuhúsalóðir við Sólbakki nr. 24a, 24b, 26a og 26b.
  • Atvinnuhúsalóðir við Vallarás nr. 1, 2, 4, 6, 8, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16 og 18.
  • Hesthúsalóð við Selás nr. 11

Á Hvanneyri

  • Einbýlishúsalóðir við Arnarflöt nr. 6 og Lóuflöt nr. 2 og 4.
  • Parhúsalóðir við Rjúpuflöt nr. 1-3, 5-7, 6-8.
  • Atvinnuhúsalóðir við Melabraut nr. 2A, 2B, 4A og 4B.

 

Í Bæjarsveit

  • Einbýlishúsalóðir við Ásbrún nr. 1, 3 og 5.

Á Varmalandi

  • Parhúsalóðir við Birkihlíð nr. 2-4

 


Share: