Óskað er eftir frístundaleiðbeinendum í frístund á Hvanneyri.
Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára.
Í boði er hlutastarf þar sem unnið er mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga frá 13:05-16:00, fimmtudaga frá 13:50-16:00 og föstudaga frá 12:30-14:40. Viðkomandi þarf að geta unnið tvo til fimm daga vikunnar.
Unnið er samkvæmt gæðaviðmiðum í frístundarstarfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðbeina börnum í leik og starfi.
- Skipulagning á faglegu frístundarstarfi
- Samvinna við börn og starfsfólk
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundar í Borgarnesi.
Hæfniskröfur
- Áhugi á að vinna með börnum
- Frumkvæði, gleði og sjálfstæði.
- Færni í mannlegum samskiptum.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 2.mars
Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigga Dóra, tómstundafulltrúi á netfanginu siggadora@umsb.is