Laus staða aðstoðarmatráðs í Klettaborg

október 21, 2020
Featured image for “Laus staða aðstoðarmatráðs í Klettaborg”

Leikskólinn Klettaborg auglýsir lausa stöðu aðstoðarmatráðs. Um er að ræða 50% starf frá kl. 9.00-13.00.

Helstu verkefni eru aðstoð við matseld og önnur mötuneytisstörf, þrif, frágang, þvott og innkaup.

Mikilvægt er að umsækjandi hafi góða hæfni í samskiptum og samstarfsvilja, geti unnið sjálfstætt og sé meðvitaður um næringargildi og hollustu í matargerð.

Leikskólinn Klettaborg er heilsueflandi leikskóli og unnið er eftir matseðlum frá Samtökum heilsuleikskóla og handbók fyrir leikskólaeldhús frá Embætti landlæknis.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2020 og eru umsækjendur beðnir um að senda umsóknir á netfangið klettaborg@borgarbyggd.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 433-7160.


Share: