Landsmót UMFÍ 50+ verður að þessu sinni haldið í Borgarbyggð dagana 24.-26. júní nk.
Mótið er skemmtileg viðbót hjá UMFÍ en eins og nafnið gefur til kynna er mótið fyrir þá einstaklinga sem er 50 ára og eldri. Um er að ræða blanda af íþróttakeppni og annarri keppni sem miða að því að fá þátttakendur á besta aldri til að hafa gaman saman.
Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag en nauðsynlegt er að skrá sig á mótið sjálft. Skráningarfrestur er til og með 19. júní nk. og þáttökugjald er 4.900 kr.
Öll keppnisdagskráin fer fram í Borgarnesi – sjá nánar hér.