Unnur Pálma |
Unnur Pálmadóttir tekur sér frí frá kennslu í World Class og Nordica Spa og heldur námskeið hjá okkur á milli kl. 10.00 og 12.00. Kennslan fer fram í félagsmiðstöðinni Óðal.
Aðgangur að námskeiðinu er 400 kr og kynningin opin fyrir alla sem áhuga hafa á.
Skráning þegar hafin í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar.
Hver er þessi Unnur ?
Unnur hefur kennt þolfimi í 10 ár og á að baki fjölda Íslandsmeistaratitla í þolfimi og dansi. Unnur er eigandi fyrirtækisins „Fusion“ sem stendur á bak við „Fusion Fitness Festival“ sem er heilsuhátíð haldin árlega á Íslandi þar sem nýjungar á sviði heilsuræktar og næringar eru kynntar fyrir áhugafólki og atvinnumönnum. Unnur er einkaþjálfari frá F.I.A. og hefur þjálfað okkar bestu
þolfimi- og fitnesskeppendur á liðnum árum bæði á Íslandi og á Spáni. Hún hefur kennt á líkamsræktarráðstefnum í Bretlandi, Wales, Skotlandi,Írlandi, Mexíkó, Ísrael, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Spáni, Ítalíu og Lanzarote á Kanaríeyjum. Unnur hlaut þann heiður að vera valinn kennari ársins af FitCamp 2003 (Presenter of Excellence) og kennari ársins á ráðstefnum (Presenter of the Conventions 2003) Ì Bretlandi. Unnur skipuleggur ráðstefnur og leggur metnað sinn í að þjálfa upp kennara á sviði líkams- og heilsuræktar og koma hæfileikaríkum ungum kennurum á framfæri erlendis.
Unnur mun kenna Masterclassinn „Dirty Dancing“ í Borgarnesi.
Dirty Dancing er danstími sem einkennist af einföldum og skemmtilegum sporum. Hér er blandað saman Salsa, þolfimi á gófli, dansi og góðri brennslu.
Fusion Kickbox
Hörkupúltími þar sem Unnur kennir nýjar æfingar í Brennslu-kickboxi. Komdu og vertu með í góðum tíma þar sem brennsla, sviti og kraftur ræður ríkjum!
Þetta eru tímar sem fá þig til að svitna, dansa og skemmta þér!
i.j.