Skipulagsstofnun stendur fyrir kynningar- og samráðsfundum um landið og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að koma og kynna sér hvernig fyrirhugað er að standa að mótun landsskipulagsstefnu og taka þátt í umræðum um æskilegar áherslur og aðgerðir í landsskipulagsstefnu varðandi loftslagsmál, landslag og lýðheilsu.
Haldinn verður kynningar- og samráðsfundur í Hjálmakletti Borgarnesi 18. mars kl. 15-17.
Dagskrá fundar
• Lýsing landsskipulagsstefnu, kynning og umræður
• Umræður um áherslur og aðgerðir í skipulagi um loftslag, landslag og lýðheilsu
Húsið opnar 14.45 og heitt á könnunni.
Allir velkomnir