Á morgun miðvikudaginn 13. janúar verður haldinn kynningarfundur um hugmyndir að Miðaldaböðum við Deildartunguhver. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu Logalandi í Reykholtsdal og hefst klukkan 20.30. Þingmönnum kjördæmisins verður boðið á fundinn og fundarstjóri verður Sveinbjörn Eyjólfsson. Það eru þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir í Landnámssetri sem hafa ásamt fleirum unnið að hugmyndinni um Miðaldaböðin og þess má geta að Tækniþróunarsjóður hefur m.a. veitt styrk til að þróa verkefnið áfram. Allir eru velkomnir á fundinn og íbúar hvattir til að mæta og kynna sér þessa stóru hugmynd.