Kynningarfundur um styrki til atvinnumála kvenna verður haldinn í Borgarnesi 23.september nk. Auk kynningar á styrkjum verða erindi frá frumkvöðlakonu, frá sérfræðingi á Byggðastofnun auk þess sem Atvinnuráðgjöf Vesturlands mun kynna þjónustu sína við frumkvöðla.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri og er frá kl 20:00 – 21:00.
Nálgast má umsóknareyðublað ásamt nánari upplýsingum og er slóðin www.atvinnumalkvenna.is
Dagskrá:
FundarsetningÁsdís Guðmundsdóttir,
Vinnumálastofnun
Innlegg frá frumkvöðla konu Hlédís Sveinsdóttir, Eigið fé
Styrkir til atvinnumála kvenna Ásdís Guðmundsdóttir,
Vinnumálastofnun
Atvinnuráðgjöf Vesturlands Ólafur Sveinsson
Konur og stoðkerfi atvinnulífsinsSigríður Elín Þórðardóttir,
Byggðastofnun
Að loknum fundi verður boðið upp á kaffi og meðlæti
Allir velkomnir !!