í Bókasafni Akraness, Svöfusal. Dagskrá á Vökudögum á Akranesi í samstarfi Snorrastofu í Reykholti og Bókasafns Akraness fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20.00
Þorsteinn frá Hamri |
Þar sitja auk Þorsteins, Bragi Þórðarson bókaútgefandi og Snorri Þorsteinsson fyrrverandi fræðslustjóri í Borgarnesi. Gestum kvöldsins býðst að varpa fram spurningum til hringborðsins, sem einnig viðrar eigin spurningar og umhugsunarefni um liðna tíma.
Í hléi gefst gestum kostur á að skoða ljósmyndasýningu, sem Ljósmyndasafn Akraness, vinnur að um þessar mundir um sögu steyptu kerjanna í höfninni á Akranesi. Við uppsetningu sýningar þessarar hefur ljósmyndasafnið stuðst við dagbækur Benedikts Tómassonar, sonar Kristrúnar, sem hafa reynst hjálplegar við að glöggva sig á þessum tíma.