Egill Ólafsson, tónlistarmaður, leikari og ljóðskáld heldur útgáfutónleika í Landnámssetri í Borgarnesi miðvikudagskvöldið 8. nóvember kl. 21. Þar kynnir hann efni nýjustu plötu sinnar „Miskunn dalfiska“. Með Agli verða Þórður Högnason á kontrabassa, Ómar Guðjónsson á gítar, Óskar Guðjónsson á saxófón og Matthías Hemstock á slagverk.
Tónleikarnir marka upphaf „kvöldskemmtana“ í Landnámssetri í nóvember og desember, en þær eru settar upp í samvinnu við Safnahús Borgarfjarðar. Fjöldi listamanna kemur fram og má sem dæmi nefna Einar Kárason, Tómas R. Einarsson, Brynhildi Guðjónsdóttur, KK og Ellen og Jón Gnarr. Sérstök athygli er vakin á dagskránni 16. nóvember, en þá koma fram borgfirskir listamenn.
Sjá nánar á www.landnamssetur.is