Kvennafrídagur 24.10.2016

október 21, 2016
Featured image for “Kvennafrídagur 24.10.2016”

 

Borgarbyggð styður konur í að taka sér frí frá störfum mánudaginn 24. október frá kl. 14:38, mæta á samstöðufundi og/eða taka þátt á táknrænan hátt í samstöðu um kröfuna um kjarajafnrétti. Laun verða ekki skert hjá þeim konum sem taka sér frí frá vinnu vegna þessa. Forstöðumenn stofnana eru beðnir um að haga skipulagi starfsins þennan dag á þann hátt að starfskonum sveitarfélagsins verði gert kleift að taka þátt í þessum táknræna viðburði. Það mætti til dæmis gera með því að hvetja feður, afa, bræður og frændur, til að sækja börn í skóla og frístund kl. 14:00 þennan dag þar sem um slíkt er að ræða.

(mynd: Kvennasögusafn Íslands)


Share: