Kvenna­hlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní 2020.

júní 10, 2020
Featured image for “Kvenna­hlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní 2020.”

Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram 13. júní, 30 árum eftir að fyrsta kvennahlaupið var haldið. Í ár er markmið hlaupsins að hvetja konur til þess að gera hlutina á eigin forsendum og nær sú hugsun langt út fyrir hlaupið og líkamsrækt. Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu. Einkunnarorð Kvennahlaups ÍSÍ 2020 eru „Hlaupum saman“.

Hlaupið verður frá íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi kl. 11:00. Tvær vegalengdir eru í boði, það er 2,5 km. og 5 km. Í ljósi Covid–19 verða gerðar ráðstafanir um fjölda þar sem það á við og allar reglur virtar skilyrðislaust. Þátttakendur eru hvattir til að gera sínar eigin ráðstafanir og virða þessar aðstæður.

Athugið að eingöngu verður hægt að kaupa bolinn í ár á tix.is en ekki á hlaupastöðunum. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍSÍ í s.514 4000 og panta bolinn.

Nánari upplýsingar um kvennahlaupið má finna hér.

Facebook-viðburður hlaupsins er hér.


Share: