Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn við Tónlistarskólann í Borgarnesi sunnudaginn 29. nóvember kl. 17.00. Flutt verður létt jóladagskrá: hljómsveitin Álfar leikur, lesin verður jólasaga og Eva Margrét og Katerina syngja. Grunur leikur á að jólasveinarnir líti við. Heitt súkkulaði veitt á staðnum.
Auglýsingu má nálgast hér.
(Athugið breytta staðsetningu vegna gatnaframkvæmda Orkuveitunnar)