Kvartlaus mars í Andabæ!! Starfsfólk leikskólans Andabæjar á Hvanneyri tekst á við áhugaverða áskorun í mars:
VIÐ SKÖPUM OKKAR EIGIN HAMNINGJU! ÞORIR
ÞÚ??
Ertu til í smá áskorun? Kvartlausan mars!
Starfsfólk Andabæjar ætla að taka kvartlausan mars og er þetta í þriðja sinn
sem kvartlaus mánuður er tekinn í Andabæ. Áskorunin felur í sér að hætta að
kvarta og baktala. Í upphafi verkefnisins var haft samband við Kvartlaus.is og
athugað hvort við mættum nota þeirra efni og tengja
það við okkar starf hér í Andabæ. Það var vel tekið í það að þeirra hálfu og
megum við nota efnið eins og við viljum. Þar sem við búum í heilsueflandi
samfélagi og leikskólinn þátttakandi í verkefninu Leiðtoginn í mér þar sem hver
og einn ber ábyrgð að eigin hamingju, er tilvalið að koma með áskorun til
starfsmanna. Við vorum svo heppin að verða okkur úti um armbönd þar sem á
stendur Jákvæð samskipti en UMFÍ útvegaði okkur þau með aðstoð UMSB og færum
við þeim okkar bestu þakkir.
Nú langar okkur að ná til samfélagsins og hvetjum
við alla að taka kvartlausan mars.
Það sem áskorunin felur í sér er:
1. Fáðu þér armband sem minnir á áskorunina, því
auðvelt er að sofna og gleyma sér. (hægt er að vera með teygjuarmband eða
póstteygju eða eitthvað sem minnir á verkefnið)
2. Ekki kvarta
3. Ekki setja útá / gagnrýna neikvætt (því það er í
rauninni kvörtun)
4. Áskorun um að kvarta ekki í 11 daga samfleytt
Þegar maður klikkar þá setur maður armbandið strax
á hina hendina og byrjar að telja uppá nýtt.
Hvað er kvörtun? Öll neikvæð komment í
kvörtunartón.
Baktal er þegar talað er illa um einhvern eða á
neikvæðum nótum.
Hvað er ekki kvörtun? Ef þú kemur erindinu
kurteisislega frá þér við manneskjuna sem málið varðar.
Hvað er ekki baktal? Þegar þú talar um aðra á
jákvæðum nótum og myndir hiklaust segja þetta eins beint við aðilann sem þú
talar um. Það tekur fólk nokkuð langan tíma að ná 11 dögum samfleytt. Talað er
um nokkur stig í ferlinu og fyrsta stigið er að verða meðvitaður um þegar maður
er að kvarta. Endilega reyndu að fá einhvern til að taka slaginn með þér en
forðastu að verða kvart-lögga, þ.e. sífellt að benda öðrum á þegar þeir kvarta.
Tilgangurinn er að átta sig sjálfur á því hvenær maður kvartar og því
algjörlega undir manneskjunni sjálfri komið.
Vertu með í kvartlausum Mars!!
Ekki gefast upp ! Þetta er langhlaup! Við sköpum
okkar eigin hamingju!