Starf innheimtufulltrúa hjá Borgarbyggð var auglýst laust til umsóknar á dögunum. Alls bárust 11 umsóknir um starfið.
Eftir úrvinnslu umsókna var ákveðið að ráða Kristínu Lilju Lárusdóttur í starfið. Kristín Lilja, er með MLM gráðu í forystu og stjórnun, BS próf í viðskiptafræði og próf í rekstrarfræði. Kristín hefur mikla reynslu af innheimtu og fjármálaumsýslu hjá Íslandsbanka og einnig gegndi hún starfi innheimtufulltrúa hjá Borgarbyggð árið 2015-2016.
Kristín Lilja mun hefja störf á allra næstu dögum þegar Helga Margrét Friðriksdóttir hverfur á braut til annarra starfa. Helgu Margréti er þakkað fyrir vel unnin störf og ánægjuleg kynni um leið og Kristín Lilja er boðin velkomin til starfa.
Öllum umsækjendum er þakkað fyrir umsóknirnar og þann áhuga sem þeir sýndu starfinu.