Íbúi í Borgarnesi er með í vörslu sinni ómerktan kött sem ekki er vitað hver á. Þetta er ljósbrúnn fullorðinn fressköttur með gráa silfurlita endurskins-ól um hálsinn.
Ef einhver kannast við að eiga þennan kött er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.