Síðastliðna helgi stóð Félag íslenskra söngkennara (Fís) fyrir söngkeppni „Vox Domini“ og komu þar fram nemendur og söngvararar í klassískum söng. Þetta er í fyrsta sinn sem Fís stendur fyrir slíkri keppni. Lengra komnum söngvurum sem eru að feta sín fyrstu spor á söngferlinum og einnig nemendum sem hafa lokið grunnprófi eiga þess kost að taka þátt í keppni þessari.
Unnur Helga Vífilsdóttir, sem er nemandi í miðstigi í Tónlistarskóla Borgarfjarðar, tók þátt í keppninni. Hún komst í úrslit og song í Salnum Kópavogi sunnudagskvöldið 29. janúar. Móðir hennar, Jónína Erna Arnardóttir lék með henni á píano.
Þetta er mikil reynsa og hvatning fyrir nemendur og sérlega ánægjulegt að komin sé á fót keppni í klassískum söng.
Nemendur úr flestum tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu og einnig frá nokkrum landsbyggðaskólum tóku þátt auk nemenda sem eru í námi erlendis. Flestir nemendurnir sem komust í úrslit voru úr skólum á höfuðborgarsvæðinu, en tveir af landsbyggðinni og það var nemandi frá Borgarnesi og Ísafirði.
Verður gaman að fylgjast með þessu efnilega fólki í framtíðinni.
Óskum Unni Helgu til hamingju með árangurinn.
Mynd: Unnur Helga í Salnum