Frá knattspyrnudeild Skallagríms:
Kynningarfundur – fimmtudaginn 6. maí kl. 20.30
Knattspyrnudeild Skallagríms heldur opinn kynningarfund í Menntaskóla Borgarfjarðar, stofu 203, fimmtudaginn 6. maí kl. 20.30.
Fundarefni:
Knattspyrnudeild Skallagríms „Fyrirmyndardeild ÍSÍ“, afhending viðurkenningar. Kynning á „Fyrirmyndardeildinni“, nýrri handbók og nýju skipulagi. Undirskrift styrktarsamninga. Þjálfarar kynna sumarstarfið, skráning á æfingar, samningar, nýjir búningar sýndir og fleira.
Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér kraftmikið starf Knattspyrnudeildar og hvað felst í viðurkenningu ÍSÍ.