Knattspyrnuæfingar 8. flokks – tilraunaverkefni

október 20, 2010

Knattspyrnudeild Skallagríms ákvað fyrir stuttu að bjóða uppá knattspyrnuæfingar fyrir 8. flokk þ.e. árganga 2005 og 2006.
Þjálfararnir Björn Sólmar og Íris Björk sjá um þjálfun með aðstoð starfsfólks leikskólanna Klettaborgar og Uglukletts.
Æfingatíminn er kl. 9-10 á miðvikudagsmorgnum í Íþróttahúsinu, lagt er af stað frá Klettaborg kl. 8.50.
 

 
Knattspyrnudeildin leitaði fyrir sér með ferðastyrki þannig að unnt væri að keyra börnin saman í einni rútu, en án árangurs. Hins vegar ákvað Sæmundur Sigmundsson að keyra börnin frítt í fyrsta tímann sem var 29. september og leikskólarnir borga svo ferðir út október- þetta er tilraunaverkefni og óvíst er með framhald, fer m.a. eftir kostnaði við ferðir og hvernig gengur.

Share: