
Þjálfararnir Björn Sólmar og Íris Björk sjá um þjálfun með aðstoð starfsfólks leikskólanna Klettaborgar og Uglukletts.
Æfingatíminn er kl. 9-10 á miðvikudagsmorgnum í Íþróttahúsinu, lagt er af stað frá Klettaborg kl. 8.50.
Knattspyrnudeildin leitaði fyrir sér með ferðastyrki þannig að unnt væri að keyra börnin saman í einni rútu, en án árangurs. Hins vegar ákvað Sæmundur Sigmundsson að keyra börnin frítt í fyrsta tímann sem var 29. september og leikskólarnir borga svo ferðir út október- þetta er tilraunaverkefni og óvíst er með framhald, fer m.a. eftir kostnaði við ferðir og hvernig gengur.