Í gær 9. júní handsamaði gæludýraeftirlitsmaður kettling í Brákarey. Foreldrarnir eru villikettir sem halda til út í eyju, en þeir koma til með að verða handsamaðir líka um leið og til þeirra næst og hinir kettlingarnir úr sama goti hafa fundist.
Kettlingurinn gæti verið um 12 vikna gamall.
Hann er afar fallegur, grábröndóttur með hvíta bringu og hvítur í framan. Þar sem hann er óöruggur og hræddur hefur ekki enn verið reynt að kyngreina hann.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þennan heimilislausa kettling að sér eru beðnir um að hafa samband við, gæludýraeftirlitsmann norðan Hvítár, Huldu Geirsdóttur í síma 861-3371.