Kettir og fuglar

maí 18, 2009
Nú fer sá tími í hönd að fuglar fara að unga út eggjum sínum og ungarnir fara ófleygir á stjá. Þrastarungar yfirgefa hreiðrin hálffleygir og mófugla- og andaungar eru ófleygir á ferð og eru því auðveld bráð fyrir ketti og önnur rándýr. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem veiða helst að nóttu til. Á þessum tíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð eins og unnt er og sérstaklega yfir nóttina. Kattaeigendur eru því hvattir til að hengja bjöllur í hálsólar katta sinna og loka kettina inni að nóttu til.
Minnt er einnig á að leyfi þarf fyrir öllum köttum á þéttbýlisstöðum í Borgarbyggð. Umsóknareyðublað má fá hjá Borgarbyggð á skrifstofum sveitarfélagsins að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og að Litla-Hvammi í Reykholti. Auk þess má nálgast það á heimasíðu Borgarbyggðar http://www.borgarbyggð.is/starfsemi/hreinlaetismal/ .
 
 

Share: