Kennara vantar við Varmalandsskóla

ágúst 7, 2007
Varmalandsskóli leitar að kennurum í almenna kennslu og heimilisfræðikennslu frá upphafi skólaársins 2007-2008. Í Varmalandsskóla eru um 150 nemendur. Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi um 90 km frá Reykjavík, miðja vegu milli Borgarness og Bifrastar. Starfsemi skólans einkennist af metnaðarfullu og framsæknu skólastarfi, með einkunnarorð skólans gleði, heilbrigði og árangur að leiðarljósi. Varmalandsskóli óskar eftir kraftmiklum og drífandi kennurum í jákvætt starfsumhverfi. Möguleiki er á húsnæði á staðnum.
 
Varmalandsskóli á mjög gott samstarf við aðra grunnskóla Borgarbyggðar, meðal annars í símenntun starfsmanna. Framundan er metnaðarfullt þróunarstarf við endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla í samstarfi við menntamálaráðuneytið og Menntaskóla Borgarfjarðar.
 
Upplýsingar um störfin veita Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í símum 847-9262 og 430-1501 (ingibjorginga@simnet.is) og Guðmundur Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri í síma 695-1925.
 
Heimasíða skólans er www.varmaland.is
 

Share: