Kantsteinn og hjólfarafylling

október 7, 2014
Margir vegfarendur hafa velt því fyrir sér hvaða tilstand er við þjóðveg 1 á móts við Dílahæð í Borgarnesi.
Þarna er um að ræða framkvæmd Vegagerðarinnar en búið er að fræsa burt kantstein sem þarna var. Þá stendur til að hjólfarafylla veginn, malbika og steypa svo nýjan kantstein. Reiknað er með að malbikunarstöðin Höfði ljúki malbikun í vikunni. Fyrirtækið JBH-Vélar mun svo steypa nýjan kantstein meðfram þjóðveginum í stað þess kants sem var fjarlægður.
 
 

Share: