Kaffihús, markaður og höfuðfatadagur

nóvember 23, 2009
Kaffihús, markaður og höfuðfatadagur…. Allt þetta verður í boði í Varmalandsskóla þriðjudaginn 24. nóvember næstkomandi. Höfuðfatadagurinn stendur allan daginn en kaffihúsið opnar kl. 20.00 í Húsó. Á kaffihúsinu verður lesið upp úr jólabókunum og flutt verða tónlistar- og skemmtiatriði. Nemendafélagið býður alla velkomna í þægilega stemningu á þriðjudagskvöldið.

 
 

Share: