Jón Ingi íþróttamaður Borgarbyggðar 2010

mars 21, 2011
Jón Ingi Sigurðsson sundmaður úr Skallagrími var kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2010 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti laugardaginn 19. mars.
 
Í tilnefningu frá sunddeild Skallagríms segir um Jón Inga:
Jón Ingi er ákaflega duglegur og efnilegur sundmaður. Hann bætti 37 Borgarfjarðarmet á árinu í pilta- og karlaflokki og á nú 60 Borgarfjarðarmet. Hann á auk þess besta tíma ársins á Íslandi í flokki 15-17 ára í 50m bringusundi í 25 og 50m laug, annan besta tímann í 100m bringusundi í 25 og 50m laug og þriðja besta í 200m bringusundi í 50m laug og fjórða besta í 25m laug.
Jón Ingi er jákvæður, prúður og kurteis keppnismaður sem leggur allt af mörkum á mótum. Hann bætti sig mikið á árinu 2010 og er tvímælalaust einn besti sundmaður Borgfirðinga. Hann er jafnframt einn besti bak- og bringusundsmaður á landinuí dag og mjög efnilegur fjórsundsmaður. Jón Ingi hefur aðstoðað við sundþjálfun yngri barna á árinu með góðum árangri.
 
Tómstundanefnd Borgarbyggðar kýs árlega íþróttamann ársins úr tilnefningum frá ungmenna- og íþróttafélögum í sveitarfélaginu. Kjörið fór nú fram í tuttugasta sinn og voru tíu íþróttamenn tilnefndir að þessu sinni.
 
Þeir eru:
 
Arnór Tumi Finnsson, Umf. Skallagrími fyrir badminton.
Birgir Þór Sverrisson, Umf. Skallagrími fyrir körfuknattleik.
Bjarki Pétursson, Golfklúbbi Borgarness fyrir golf.
Erna Dögg Pálsdóttir, Dansíþróttafélagi Borgarfjarðarfyrir dans.
Gunnar Halldórsson, Hestamannafélaginu Skugga fyrir hestamennsku.
Jón Ingi Sigurðsson, Umf. Skallagrími fyrir sund.
Orri Jónsson, Umf. Dagrenningufyrir frjálsar íþróttir.
Sigmar Aron Ómarsson, Umf. Íslendingifyrir frjálsar íþróttir.
Sigrún Rós Helgadóttir, Hestamannafélaginu Faxa fyrir hestamennsku.
Sölvi Gylfason, Umf. Skallagrími fyrir knattspyrnu.
 
Tveir íþróttamenn hlutu viðurkenningu úr Minningasjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar að þessu sinni, þeir Ólafur Axel Björnsson og Sumarliði Páll Sigurbergsson.
 
Fjórir ungir íþróttamenn í Borgarbyggð voru valdir í landslið Íslands á árinu 2010, hver í sinni grein, og hlutu þeir viðurkenningu fyrir árangur sinn. Þau eru:
Bjarki Pétursson, sem var í unglingalandsliði U-16 ára í golfi.
Hulda Rún Finnbogadóttir, sem var í unglingalandsliði í skák.
Sigmar Aron Ómarsson, sem var í A-landsliði í dansi.
Tinna Kristín Finnbogadóttir, sem var í unglingalandsliði í skák og í A-landsliði kvenna í skák.
Tómstundanefnd óskar öllu þessu hæfileikaríka íþróttafólki innilega til hamingju með árangurinn.

Share: