Jónas Ingimundarson heimsækir Borgarfjörð á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar næstkomandi föstudag, 24. ágúst. Hann leikur á tónleikum í Borgarneskirkju; þrjár merkar og vinsælar píanósónötur Beethovens: Pathetique, Appassionata og Tunglskinssónötuna.
Jónas þarf ekki að kynna, hann er meðal færustu pianóleikara þjóðarinnar og er þekktur fyrir fallega og vandaða túlkun sína á sígildri píanótónlist. Hann hefur ávallt lagt mikið upp úr því að koma á landsbyggðina til tónleikahalds og hefur oft áður glatt Borgfirðinga með komu sinni hingað. Tónleikarnir í Borgarneskirkju hefjast kl. 20.00
Ljósmynd með frétt: Borgarneskirkja – Ragnheiður Stefánsdóttir