Árlegt jólaútvarp unglinga í félagsmiðstöðinni Óðal hefst mánudaginn 7. des með ávarpi útvarpsstjóra kl. 10.00.
Mikilli undirbúningsvinnu er nú svo gott sem lokið og upptökur yngri bekkja tilbúnar og nú geta unglingarnir einbeitt sér að upptökum á hinum þekktu frumsömdu auglýsingum sínum sem mikil vinna er lögð í og ávallt eru vinsælar.
Dagskrá er hefðbundin. Fyrir hádegi eru sendar út upptökur frá yngri bekkjum, fréttir úr héraði kl. 12.00 í hádeginu og síðan unglingaþættir í beinni útsendingu fram á kvöld. Unglingarnir hafa unnið handrit sín í íslenskukennslu grunnskólans og fá auk þess metið inn í námið sitt þar.
„Bærinn í beinni“ pallborð og umræður úr héraði með sveitarstjórnarfólki og öðrum góðum gestum verður á sínum stað kl. 13.00 á föstudag og endar jólaútvarpið svo með lokahófi þeirra fjölmörgu unglinga sem taka þátt á einn eða annan veg í útvarpinu á föstudagskvöldið. Unglingar úr Laugagerðisskóla, félagsmiðstöðvum Bifröst og Hvanneyri ásamt ungmennum úr nemendafélagi menntaskólans og ungmennahúsi eru líka með þætti í útvarpinu.
Við hvetjum alla til að stilla útvörp sín á Fm. 101.3 alla næstu viku og hlusta á jákætt og skemmtilegt útvarp.
Sjá dagskrá útvarpsins hér.
ij
Mynd: Börn í 2 bekk með Hönnu Siggu kennara sínum í upptökum í vikunni.