Jólaútvarp unglinga Fm. Óðal 101.3

desember 14, 2004
 

Gleðigjafinn í skammdeginu er mættur !

Jólaútvarp unglinga í Óðali er hafið og stendur í næstu fjóra daga.
Sent er út á Fm. 101.3 frá félagsmiðstöðinni Óðali og er næsta víst að það verður fjör þegar bekkjaþættir og unglingaþættir fara í loftið.
Fréttastofa verður á sínum stað í hádeginu og sérstakur bæjarmálaþáttur kl. 12.oo næsta fimmtudag og þá mætir Sturla Böðvarson ráðherra í hljóðstofu ásamt fulltrúum bæjarstjórnar og fleiri góðum gestum í spjall.
 
 
Stefnt er á að lýsa leik KFÍ og Skallagríms fimmtudagskvöld og rokktónleikar tónlistarklúbbs og fleiri skemmtiatriði verða í beinni útsendingu á lokahófi föstudagskvöld þar sem heiðursgestur okkar verður Eðvar Ólafur Traustason fyrrverandi starfsmaður Óðals.
Hægt er að nálgast útsendingu á netinu á heimasíðu Óðals www.borgarbyggd.is/odal og því geta allir hlustað.
 
Okkar frábæru heimasmíðuðu auglýsingar eru á sínum stað og vill nemendafélagið þakka fyrirtækjum bæjarins fyrir ómetnalegan stuðning, því án þeirra yrði þetta framtak unglinganna okkar ekki framkvæmanlegt.
Þess má geta að undirbúningur og handritagerð unglinga í 8. og 9. bekk er liður í íslenskunámi og framsögn.
Unglingar frá Varmalandi verða einnig með þætti í útvarpinu.
 
Unglingar í Óðali þið eruð frábær – gangi ykkur vel.
ij.
 

Share: