
Starfrækt verður öflug fréttastofa alla daga þar sem fréttir úr Borgarbyggð verða í öndvegi. Fréttir, veður og íþróttir verða alltaf í hádeginu kl. 12.00
Hápunktur fréttastofunnar verður eins og undanfarin ár Bæjarmálaþátturinn sem verður í beinni útsendingu föstudaginn 14. des. kl. 13.00.
Unglingarnir í Óðali eiga nú sendinn og öll þau tæki sem þarf til að útvarpa sjálf og geta því farið að senda oftar út heldur en bara þessa daga sem jólaútvarpið stendur yfir. Ætlunin er að mynda öflugan klúbb utan um útvarpið strax á nýju ári sem sendir út einu sinni til tvisvar sinnum í viku fréttir úr íþrótta- og æskulýðsstarfinu með tónlist. Sjá má dagskrá Útvarps Óðals með því að smella hér.
Ljósmynd með frétt: Guðrún Jónsdóttir