Jólaútvarpið Fm. Óðal 101,3

desember 10, 2002
 
Þá er farið í loftið árlegt jólaútvarp unglingana í Óðali.
Hér hægt að sjá dagskrána sem hefst kl. 10.oo og stendur til kl. 23.oo á kvöldin.
 
Allir geta náð útvarpinu á heimasíðu Óðals www.borgarbyggd.is/odal enda leynast gamlir Óðalsútvarpsmenn víða um lönd og strönd.
 
 
 
Fyrri hluta dags eru bekkjatengdir þættir frá yngri bekkjum Grunnskólans í Borgarnesi en þegar á daginn líður taka unglingaþættir við. Bæjarfréttir frá fréttastofu Óðals verða alla daga kl. 13.oo og árlegar pallborðsumræður á föstudaginn kl. 13.oo en þá koma fulltrúar nýrrar bæjarstjórnar í spjall um bæjarmálin.
Sérstaklega skal bent á heimatilbúnar auglýsingar sem unglingarnir gera og eru alltaf jafn frábærar.
Dagskránni lýkur með jólakveðjuþætti og lokahófi útvarpsfólks á föstudagskvöldið.

Share: