Jólastemning í Andabæ

desember 17, 2019
Featured image for “Jólastemning í Andabæ”

Þann 12. desember s.l var haldið jólaball í leikskólanum Andabæ. Þeir Bjúgnakrækir og Stekkjastaur komu í heimsókn og sungu og léku sér með börnum og starfsfólki.

Allir fengu bókagjöf í lokin og í hádeginu var boðið upp á hangikjöt og tilheyrandi.

 


Share: