Jólaljósin tendruð fyrsta sunnudag í aðventu

desember 1, 2005
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Rúmlega 600 manns mættu á Kveldúlfsvöll s.l. sunnudag þegar jólaljósin á jólatré Borgarbyggðar voru tendruð. Eftir ávarp Helgu Halldórsdóttur forseta bæjarstjórnar flutti blásarasveit frá Tónlistarskóla Akraness létt jólalög, börn úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar fluttu lög úr söngleiknum Litla stúlkan með eldspíturnar sem þau eru að setja upp þessa dagana og að sjálfsögðu mættu jólasveinarnir, nú með Birnu Karen unga söngkonu úr Óðali með sér sem tók lagið með þeim. Jólasveinarnir gáfu svo öllum epli og voru kátir mjög eins og þeirra var von og vísa um þetta leiti árs.
i.j.
 

Share: