Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að vera með í að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins.
Gjafabréfin virka sem greiðsla upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda á skrifstofu Borgarbyggðar gegn framvísun gjafabréfsins. Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota gjafabréfin frá 3. desember 2020 – 28. febrúar 2021.
Ef einhver fyrirtæki í sveitarfélaginu hafa áhuga á að vera með sérstök tilboð (líkt og í tengslum við ferðagjöfina frá ríkinu) þá mætti tilboðið gjarnan fylgja með . Tilboðið verður sýnilegt fyrir starfsmönnum.
Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að fyrirtækið sé skráð hjá hinu opinbera og sé starfandi í Borgarbyggð.
Um er að ræða ríflega 300 gjafabréf sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2020.
Borgarbyggð áskilur sér rétt til þess að velja úr tilboðum.
Skráningafrestur er til 27. nóvember n.k.
Skráning fer fram á netfanginu maria.neves@borgarbyggd.is og nánari upplýsingar gefur María Neves, samskiptastjóri í síma 433-7100.