Jól á Borgarfjarðarbrú

desember 22, 2023
Featured image for “Jól á Borgarfjarðarbrú”

Starfsmenn áhaldahús Borgarbyggðar hafa unnið hörðum höndum í vikunni að koma upp jólaseríum á handrið beggja vegna á Borgarfjarðabrú. Nú er þetta glæsilega framtak tilbúið. Borgarbyggð þakkar Arion banka, Kaupfélag Borgfirðinga, Vegagerðinni og Veitum fyrir gott samstarf en án aðkomu  þeirra hefði ekki tekist að lýsa upp Borgarfjarðarbrú fyrir þessi jól.

Ljósmyndir: Ómar Örn Ragnarsson


Share: