Jóga í Uglukletti og Klettaborg

september 22, 2014
Jóga er nú stundað af miklum móð í leikskólunum Uglukletti og Klettaborg. Í leikskólunum eru öll tækifæri nýtt til þess að efla börnin (og starfsfólkið líka), andlega og líkamlega. Jóga hefur orðið fyrir valinu sem einn liður í því. Í jóga þjálfa krakkarnir meðal annars liðleika, styrk, jafnvægi, samhæfingu og samvinnu auk þess sem leitast er við að finna innri ró. Myndin er tekin í jógatíma á leikskólanum Uglukletti.
 
 

Share: