Nú á laugardaginn sl. fór fram kjör íþróttamanns Borgarfjarðar 2015 og var það Helgi Guðjónsson knattspyrnumaður sem hlaut titilinn annað árið í röð.
14 voru tilnefndir í kjörinu og voru það: Aðalsteinn Símonarson fyrir akstursíþróttir, Anton Elí Einarsson og Arna Jara Jökulsdóttir fyrir dans, Arnar Smári Bjarnason fyrir frjálsar íþróttir, Birgitta Dröfn Björnsdóttir fyrir dans, Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco fyrir dans, Einar Örn Guðnason fyrir kraftlyftingar, Guðmunda Ólöf Jónasdóttir fyrir sund, Helgi Guðjónssson fyrir knattspyrnu, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir fyrir badminton, Konráð Axel Gylfason fyrir hestaíþróttir, Sigtryggur Arnar Björnsson fyrir körfuknattleik, Sigursteinn Ásgeirsson fyrir frjálsar íþróttir, Viktor Már Jónasson fyrir knattspyrnu og Þorgeir Ólafsson fyrir hestaíþróttir.
Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í kjörinu og var það Helgi Guðjónsson sem var í 1.sæti. Í 2. sæti var Einar Örn Guðnason, Aðalsteinn Símonarson var í 3.sæti, Konráð Axel Gylfason í 4.sæti og Arnar Smári Bjarnason í 5.sæti.
Einnig voru veittar viðurkenningar til þeirra sem áttu sæti í landsliðum íslands á árinu 2015, en UMSB átti þar 6 fulltrúa sem voru: Bjarki Pétursson landslið í golfi, Daði Freyr Guðjónsson landslið í dansi, Harpa Hilmisdóttir landslið í badminton, Helgi Guðjónsson U-17 landslið í knattspyrnu, Konráð Axel Gylfason landslið í hestaíþróttum og Þorgeir Þorsteinsson U-15 landslið í körfuknattleik.
Við þetta tækifæri voru nokkur aðildarfélög UMSB sem veittu verðlaun og einnig var úthlutað úr minningarsjóði Auðunns Hlíðkvist Kristmarssonar, en það var Brynjar Snær Pálsson knattspyrnumaður úr Borgarnesi sem hlaut þann heiður.
Borgarbyggð óskar Helga og öðrum verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegan árangur á árinu 2015 og óskar þeim góðs gengis á komandi ári, ( af vef UMSB).