Íþróttamaður Borgarfjarðar

janúar 16, 2017
Featured image for “Íþróttamaður Borgarfjarðar”

Laugardaginn 14. janúar var upplýst, við hátíðlega athöfn í Lyngbrekku, hverjar niðurstöður urðu í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar. Tilnefnd voru: Birgitta Dröfn Björnsdóttir fyrir dans, Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco fyrir dans, Flosi Ólafsson fyrir hestaíþróttir, Guðmunda Ólöf Jónasdóttir fyrir sund, Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson fyrir bridge, Helgi Guðjónsson fyrir knattspyrnu, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir fyrir badminton, Konráð Axel Gylfason fyrir hestaíþróttir, Máni Hilmarsson fyrir hestaíþróttir, Ríta Rún Kristjánsdóttir fyrir skotfimi, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrir körfuknattleik, Sigursteinn Ásgeirsson fyrir frjálsar íþróttir og Sölvi G. Gylfason fyrir knattspyrnu. Eru þessum íþróttamönnum færðar hamingjuóskir með góðan árangur á árinu.

  1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, íþróttamaður Borgarfjarðar 2016
  2. sæti Helgi Guðjónsson
  3.  sæti Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco
  4. sæti Flosi Ólafsson
  5. sæti Konráð Axel Gylfason 

Að þessu sinni veittu nokkur aðildarfélög UMSB sínu íþróttafólki viðurkenningar og einnig var úthlutað úr minningarsjóði Auðunns Hlíðkvist Kristmarssonar, en það var Marinó Þór Pálmason sem hlaut þann heiður að þessu sinni.


Share: