Íþróttamaður Borgarbyggðar verður kjörinn við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti, mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar, laugardaginn 11. febrúar næstkomandi klukkan 13.00. Tómstundanefnd Borgarbyggðar kýs árlega íþróttamann ársins úr tilnefningum frá ungmennafélögum í sveitarfélaginu. Kjörið fer nú fram í 21. sinn. Við þetta tækifæri verða einnig veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur skarað fram úr á árinu 2011. Jafnframt verður veitt viðurkenning úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar. Íbúar Borgarbyggðar eru hvattir til að fjölmenna í Hjálmaklett og samgleðjast íþróttafólkinu og fjölskyldum þeirra.
Myndin er af Jóni Inga Sigurðssyni íþróttamanni Borgarbyggðar árið 2010.