Íþróttamaður Borgarbyggðar verður kjörinn við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti, mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar, laugardaginn 19. mars næstkomandi klukkan 20:00.
Tómstundanefnd Borgarbyggðar kýs árlega íþróttamann ársins úr tilnefningum frá ungmennafélögum í sveitarfélaginu. Kjörið fer nú fram í 20. sinn og eru tíu íþróttamenn tilnefndir að þessu sinni.
Við þetta tækifæri verða veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur skarað fram úr á árinu 2010. Jafnframt verður veitt viðurkenning úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar.
Íbúar Borgarbyggðar eru hvattir til að fjölmenna í Hjálmaklett og samgleðjast íþróttafólkinu og fjölskyldum þeirra. Klukkan 21:00 hefst svo dansiball fyrir alla fjölskylduna í boði Neðribæjarsamtakanna í Borgarnesi.
Meðfylgjandi mynd er af Trausta Eiríkssyni íþróttamanni Borgarbyggðar 2009.