Íþróttamaður Borgarbyggðar

janúar 27, 2006
Á sunnudaginn kemur að loknum leik Skallagríms og Hauka í úrvalsdeild karla í körfuknattleik verða veittar viðurkenningar fyrir íþróttastarf. Félög og deildir hafa nú tilnefnd besta íþróttamann sinn til tilnefningar á Íþróttamanni Borgarbyggðar árið 2005.
Einnig verður veitt viðurkenning úr Minningarsjóð Auðuns H. Kristmarssonar og Umf. Skallagrímur veitir viðurkenningar við sama tækifæri.
Áætlað er að athöfn þessi hefjist um kl. 20.30 og eru allir hjartanlega velkomnir.
ij.
 

Share: