Íslenska Gámafélagið mun sjá um söfnun lífræns úrgangs í Borgarbyggð

mars 2, 2020
Featured image for “Íslenska Gámafélagið mun sjá um söfnun lífræns úrgangs í Borgarbyggð”

Á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar þann 27. febrúar 2020 skrifuðu Ólafur Thordersen aðstoðarforstjóri Íslenska gámafélagsins og Lilja Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri undir viðauka við sorphirðusamning við Íslenska Gámafélagið. Verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 12. mars næstkomandi. 

Í samningnum er kveðið á um söfnun lífræns úrgangs frá öllum heimilum í Borgarbyggð frá 1. apríl nk.

Lífræni úrgangurinn verður hirtur á tveggja vikna fresti yfir sumarmánuðina en einu sinni í mánuði yfir veturinn.

Á sama tíma verða breytingar á hirðingu gráu tunnunnar í dreifbýli og þéttbýli en hún verður hirt einu sinni í mánuði allt árið. Sjá sorphirðudagatal í þéttbýli og dreifbýli.  

Lífræni úrgangurinn verður fluttur á athafnasvæðis Íslenska Gámafélagsins, þar sem hann verður jarðgerður og úr honum framleidd molta.


Share: