Íslandsmótið í Kubbi fornum víkingaleik sem mörg börn og unglingar þekkja úr íþróttakennslu var haldið í Skallagrímsgarði um síðustu helgi. Þurftu hópar að skrá sig á netinu og var aðal forsprakkinn að að þessu móti Hólmfríður Sveinsdóttir sem að sjálfsögðu mætti með fríðu föruneyti til keppni ásamt fleirum áhugamönnum um leik þennan.
Á myndinni eru víkingar að leik – en þeir fjölmenntu og settu mjög skemmtilega svip á mótið.
ij.