Í kvöld, þriðjudaginn 25. nóvember mun Magnús Þór Hafsteinsson rithöfundur og blaðamaður flytja fyrirlestur í Snorrastofu um skipalestir þær, sem sigldu á milli Hvalfjarðar og Norðvestur Rússlands í heimsstyrjöldinni síðari sumarið 1941, þegar Þjóðverjar höfðu gert árás á Rússa. Fyrirlesturinn verður í bókhlöðu Snorrastofu og hefst kl. 20.30.