IMPROVE ráðstefna á Írlandi

október 17, 2016
Featured image for “IMPROVE ráðstefna á Írlandi”

Fulltrúar IMPROVE hittust á ráðstefnu í Donegal á Írlandi þar sem viðfangsefnið var opin hugbúnaður í rafrænni opinberri þjónustu. Markmið IMPROVE er að auka nýsköpun með tæknidrifnum lausnum í opinberri þjónustu í dreifðum byggðum. Borgarbyggð er hluti að verkefninu þar sem markmið Borgarbyggðar er að efla rafræna þjónustu á umhverfis- og skipulagssviði með gagnvirkri íbúagátt. Á ráðstefnunni voru fulltrúar frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Írlandi og Norður Írlandi.

Helstu viðfangsefni ráðstefnunnar voru:

  • Samþætting gagna við dagleg störf
  • Hlutverk gagna í stefnumótun og hvernig vinna má með gögnin þvert á landamæri
  • Hvernig gögn geta stuðlað að auknum gagnsæi og aukið almennt lýðræði
  • Hvernig dreifðar byggðir geta stuðlað að auknu upplýsingaflæði

Þegar fjallað er um opin hugbúnað er átt við gagnagrunn með mikilvægum upplýsingum sem er rekinn af opinberum stofnunum og er aðgengileg öllum.

Ráðstefna sem þessi er gott veganesti fyrir Borgarbyggð í þessu þróunaferli.

14641952_675631945928976_7457626908080555365_n

npa_logotype_b1_rgb


Share: