Markmið könnunar er að kanna viðhorf íbúa Borgarbyggðar til núverandi fyrirkomulags Safnahúss Borgarfjarðar. Þessi könnun er liður í verkefni sem Borgarbyggð hefur sett af stað sem hefur það markmið að rýna starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar og koma með tillögur að áherslum til næstu þriggja ára. Niðurstöður könnunar verða teknar saman með öðrum niðurstöðum verkefnisins.
Safnahús Borgarfjarðar er safnaklasi fimm safna:
- Héraðsbókasafn Borgarfjarðar
- Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar
- Byggðasafn Borgarfjarðar
- Listasafn Borgarness
- Náttúrugripasafn Borgarfjarðar
Könnuninni er svarað hér og verður opin frá 14. mars 2022 – 21. mars 2022.
Borgarbyggð hvetur íbúa til þess að taka þátt í könnuninni og hafa áhrif á framtíðarskipan Safnahússins.