Íbúafundur vegna breytinga á umferðarskipulagi

ágúst 18, 2014
Boðað er til almenns íbúafundar vegna fyrirhugaðra breytinga á umferðarskipulagi á skólaholtinu í Borgarnesi.
Í breytingunum felst m.a. að gera einstefnu um Bröttugötu og Helgugötu, breikka gangstéttar, bæta aðgengi fyrir gangandi vegfarendur og gera svokölluð „sleppistæði“ við lóð grunnskólans í Borgarnesi.
Nýja umferðarskipulagið er í samræmi við tillögur vinnuhóps sem starfaði á vegum sveitarfélagsins.
Á fundinum mun Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar fara yfir fyrirhugaðar breytingar.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst næstkomandi kl. 20.00 í Hjálmakletti (stofu 101), Borgarbraut 54 í Borgarnesi.
 
Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar
 

Share: