Íbúafundur í Hjálmakletti – Saga Borgarness

mars 27, 2014
Laugardaginn 29. mars verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti þar sem fjallað verður um sögu Borgarness. Borgnesingum, núverandi og fyrrverandi og öðrum áhugamönnum um sögu bæjarins gefst þar tækifæri á að lýsa skoðunum sínum á því hvað ætti að leggja áherslu á við söguritunina og koma með ábendingar. Páll Brynjarsson bæjarstjóri setur fundinn og fjallar um undirbúning verksins. Egill Ólafsson sagnfræðingur gerir grein fyrir vinnunni það sem af er vetri, kynnir drög að kaflaskiptingu og áherslur við söguritun.
Fundurinn hefst kl. 10.30 og er gert ráð fyrir að honum ljúki um kl. 12.00. Eftir framsöguerindi verður opnað fyrir fyrirspurnir og umræður. Íbúar eru hvattir til að mæta.
 
 

Share: