Íbúafundir framundan

mars 27, 2014
Borgarbyggð boðar íbúa til fundar um þjónustu sveitarfélagsins, helstu framkvæmdir sem framundan eru og þau mál sem efst eru á baugi í dag. Á fundunum munu sveitarstjóri og sviðsstjórar sveitarfélagsins ræða þessi málefni við íbúa.
 
 
Fundirnir fara fram á eftirtöldum stöðum:
Lindartunga, mánudaginn 31. mars, kl. 20.30
Háskólinn á Bifröst, þriðjudaginn 1. apríl, kl. 17.30
Þinghamar, Varmalandi, þriðjudaginn 1. apríl, kl. 20.30
Hjálmaklettur, Borgarnesi, miðvikudaginn 2. apríl, kl.20.30
Skemman, Hvanneyri, fimmtudaginn 3. apríl, kl. 17.00
Logaland, fimmtudaginn 3. apríl, kl.20.30
Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í fundunum, allir velkomnir.
 
 

Share: