Þann 12. september næstkomandi verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti.
Tilefni fundarins er endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 og önnur aðalskipulagsmál. Skipulagslýsing vegna endurskoðunarinnar er í kynningu á www.skipulagsgatt.is til 18. september 2023.
Dagskrá:
- Kynning á skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar
- Kortlagning landbúnaðarlands og vega í náttúru Íslands í Borgarbyggð
- Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar, vegna stefnu um landbúnaðarsvæði
Fundurinn hefst kl. 20:00 og verður einnig sendur út í beinu streymi á vegum Kvikmyndafjelags Borgarfjarðar.
Hlekkur á fundinn má nálgast hér.
Hér má nálgast vefsjá fyrir endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 sem verður kynnt á fundinum.