Íbúafundur um skólastefnu í Borgarbyggð 22. mars nk.

mars 14, 2022
Featured image for “Íbúafundur um skólastefnu í Borgarbyggð 22. mars nk.”

Þann 22. mars nk., kl. 20:00, verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti þar sem farið verður í vinnu vegna skólastefnu Borgarbyggðar. Ingvar Sigurgeirsson, f.v. prófessor í kennslufræði verður fundarstjóri og mun vera leiðandi í þeirri vinnu sem farið verður í.

Íbúafundurinn er lokaþátturinn í þeirri vinnu sem unnin hefur verið í samstarfi við skólastofnanir sveitarfélagsins og hagsmunaraðila. Borgarbyggð hvetur íbúa til þess að mæta, enda mikilvægt að raddir ykkar heyrist og að þið fáið að vera þátttakendur í vinnunni.

Eftirfarandi verður haft til hliðsjónar á fundinum:

  1. Hvert er mat ykkar á stöðu skólamála í Borgarbyggð?
  2. Hverjir eru helstu styrkleikar?
  3. Hvað er brýnast að bæta?
  4. Hvaða sóknarfæri sjáið þið helst?
  5. Hvernig viljið þið sjá skólastarfið eftir fimm til tíu ár? Hvað viljið þið helst að einkenni það?
  6. Hafið þið skoðanir á skólaskipan – og ef svo hverjar?

Þeir aðilar sem áhuga hafa á að mæta á fundinn eru beðnir um að skrá sig hér svo hægt verði að undirbúa hópavinnuna með sem bestum hætti.


Share: