Þann 22. mars nk., kl. 20:00, verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti þar sem farið verður í vinnu vegna skólastefnu Borgarbyggðar. Ingvar Sigurgeirsson, f.v. prófessor í kennslufræði verður fundarstjóri og mun vera leiðandi í þeirri vinnu sem farið verður í.
Íbúafundurinn er lokaþátturinn í þeirri vinnu sem unnin hefur verið í samstarfi við skólastofnanir sveitarfélagsins og hagsmunaraðila. Borgarbyggð hvetur íbúa til þess að mæta, enda mikilvægt að raddir ykkar heyrist og að þið fáið að vera þátttakendur í vinnunni.
Eftirfarandi verður haft til hliðsjónar á fundinum:
- Hvert er mat ykkar á stöðu skólamála í Borgarbyggð?
- Hverjir eru helstu styrkleikar?
- Hvað er brýnast að bæta?
- Hvaða sóknarfæri sjáið þið helst?
- Hvernig viljið þið sjá skólastarfið eftir fimm til tíu ár? Hvað viljið þið helst að einkenni það?
- Hafið þið skoðanir á skólaskipan – og ef svo hverjar?
Þeir aðilar sem áhuga hafa á að mæta á fundinn eru beðnir um að skrá sig hér svo hægt verði að undirbúa hópavinnuna með sem bestum hætti.